7. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 23. október 2023 kl. 09:30


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:30
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Elva Dögg Sigurðardóttir (EDS), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 10:07
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30

Óli Björn Kárason vék af fundi kl. 11:40.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Frestað.

2) 225. mál - heilbrigðisþjónusta o.fl. Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gyðu Ölvisdóttur og Málfríði Þórðardóttur frá Heilsuhag - hagsmunasamtökum notenda í heilbrigðisþjónustu.
Kl. 09:55 komu á fund nefndarinnar Sigurjón Norber Kjærnested, Heiða Björg Vignisdóttir og Karl Óttar Einarsson frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og Þorbjörg Inga Þorsteinsdóttir og Gunnur Helgadóttir frá Hrafnistu.
Kl. 10:15 komu á fund nefndarinnar Runólfur Pálsson, Ólafur G. Skúlason, Þórunn Steinsdóttir og Heiðbjört Sif Arnardóttir.
Kl. 10:50 komu á fund nefndarinnar Alma D. Möller landlæknir og Jóhann Lenharðsson frá Embætti landlæknis.
Kl. 11:45 komu á fund nefndarinnar Ari Karlsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst frá Lagastofnun Háskóla Íslands.

3) 313. mál - félagafrelsi á vinnumarkaði Kl. 12:10
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Óli Björn Kárason verði framsögumaður þess.

4) 102. mál - ávana- og fíkniefni Kl. 12:10
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir verði framsögumaður þess.

5) 20. mál - almannatryggingar Kl. 12:10
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður þess.

6) 108. mál - almannatryggingar Kl. 12:10
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður þess.

7) 95. mál - skipun starfshóps um rétt til að annast veikt eða slasað barn Kl. 12:10
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður þess.

8) Önnur mál Kl. 12:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:15